Þau sorglegu tíðindi voru að berast frá Bretlandseyjum að Jimmy Greaves hafi látist á heimili sínu í morgun.
Greaves er sá markahæsti í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham. Hann var 81 árs gamall.
Ásamt því að spila með Tottenham, þá lék hann með Chelsea, AC Milan og West Ham. Hann spilaði jafnframt með enska landsliðinu og var hluti af liðinu sem vann HM 1966. Hann skoraði 44 mörk í 57 leikjum fyrir landsliðið.
Á vefsíðu Tottenham segir að Greaves hafi ekki bara verið besti markaskorari í sögu Tottenham, hann hafi líka verið besti markaskorari sem England hefur átt.
Mikið af fólki minnist Greaves. Tvö af félögunum sem hann spilaði fyrir, Chelsea og Tottenham, eiga leik síðar í dag.
Athugasemdir