Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. september 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frank efstur á óskalista Leicester ef Rodgers fær sparkið
Thomas Frank faðmar hér sænska miðvörðinn Pontus Jansson.
Thomas Frank faðmar hér sænska miðvörðinn Pontus Jansson.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers er orðinn ansi valtur í sessi hjá Leicester og eru háværar sögusagnir um að hann verði rekinn á næstunni.

Leicester hefur farið afskaplega illa af stað og er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með eitt stig eftir sjö leiki.

Samkvæmt götublaðinu The Sun þá er Daninn Thomas Frank efstur á óskalistanum hjá Leicester til að taka við stjórnartaumunum hjá Rodgers.

Leicester er að íhuga að reka Rodgers en það mun kosta félagið meira en 10 milljónir punda að láta hann fara. Leicester hefur verið í fjárhagsvandræðum og þarf því að ígrunda þessa ákvörðun vel.

En ef Rodgers verður látinn fara, þá er Frank maðurinn sem þeir vilja helst að taki við.

Frank hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brentford síðustu ár. Það verður samt erfitt að sannfæra hann um að fara þar sem hann skrifaði nýverið undir samning og er mjög ánægður hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner