Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   þri 19. september 2023 13:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildarmessan snýr aftur á Stöð 2 Sport
Gummi Ben stýður.
Gummi Ben stýður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stöð 2 Sport sýnir frá Meistaradeildinni í vetur og snýr Meistaradeildarmessan aftur og verður alla leikdaga í riðlakeppninni.

Í þættinum verður fylgst með öllum leikjunum sem eru í gangi í keppninni og skipt á milli leikja eftir því sem eitthvað markvert gerist.

Guðmundur Benediktsson verður þáttarstjórnandi Meistaradeildarmessunar og verða tveir sérfræðingar með honum í setti.

Eftir að leikjunum lýkur er svo uppgjörsþáttur, Meistaradeildarmörkin, þar sem annar þáttarstjórnandi og aðrir sérfræðingar koma inn.

Þetta staðfesti Eiríkur Stefán Ásgeirsson forstöðumaður íþróttadeildar Stöðvar 2 við Fótbolta.net í dag.

Hann staðfesti einnig að það verður upphitun fyrir leiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni og uppgjör eftir leikina.

Leikir kvöldsins:

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group F
16:45 Milan - Newcastle
19:00 PSG - Dortmund

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group E
19:00 Feyenoord - Celtic
19:00 Lazio - Atletico Madrid

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group G
16:45 Young Boys - RB Leipzig
19:00 Man City - Rauða stjarnan

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group H
19:00 Barcelona - Antwerp
19:00 Shakhtar D - Porto
Athugasemdir
banner
banner
banner