Julian Nagelsmann er að taka við þjálfun þýska landsliðsins og mun stýra liðinu á heimavelli á Evrópumótinu næsta sumar.
Samkvæmt Bild er þessi fyrrum stjóri Bayern München búinn að samþykkja tilboð frá þýska knattspyrnusambandinu.
Nagelsmann var rekinn frá Bayern fyrr á þessu ári og var hann með samning við félagið til 2026. Því hefði hann fengið borgað frá Bayern til 2026, en fær það ekki lengur núna þar sem hann er að taka við nýju starfi.
Hann ætlar að taka á sig dágóða launalækkun til þess að taka við þýska landsliðinu.
Nagelsmann, sem er 36 ára gamall, er einn mest spennandi stjórinn í fótboltaheiminum. Hann hefur einnig stýrt Hoffenheim og RB Leipzig á sínum ferli.
Athugasemdir