Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   þri 19. september 2023 10:44
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmaður Newcastle stunginn í Mílanó
San Siro leikvangurinn í Mílanó.
San Siro leikvangurinn í Mílanó.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmaður Newcastle var stunginn þrívegis þegar sjö til átta manna hópur ítalskra manna sem voru með lambúshettur réðist á hann í Mílanó.

Milano Today segir lögregluna hafa bjargað manninum, sem er 58 ára, út úr árásinni og hann hafi samstundis verið fluttur á sjúkrahús.

AC Milan og Newcastle mætast í dag klukkan 16:45 í Meistaradeild Evrópu. Rúmlega 5 þúsund stuðningsmenn Newcastle eru í borginni.

Newcastle hefur ekki spilað í Meistaradeildinni síðan 2003 og mikil eftirvænting er fyrir leiknum í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner