Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fim 19. september 2024 21:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Afturelding með tveggja marka forystu í einvíginu
Lengjudeildin
Elmar Daði fagnar markinu sínu í kvöld. hann endaði kvöldið svo á rauðu spjaldi.
Elmar Daði fagnar markinu sínu í kvöld. hann endaði kvöldið svo á rauðu spjaldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding 3 - 1 Fjölnir
1-0 Aron Jóhannsson ('2 )
1-1 Daníel Ingvar Ingvarsson ('64 )
2-1 Elmar Kári Enesson Cogic ('68 )
3-1 Sigurpáll Melberg Pálsson ('90 )
3-1 Elmar Kári Enesson Cogic ('95 , misnotað víti)
Rautt spjald: Elmar Kári Enesson Cogic, Afturelding (eftir leik)


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

Afturelding og Fjölnir mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um sæti í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta byrjaði ansi vel fyrir Mosfellingana þar sem Aron Jóhannsson kom liðinu yfir eftir tveggja mínútna leik. Eftir rúmlega klukkutíma leik tókst FJölnismönnum að jafna en þar var Daníel Ingvar Ingvarsson á ferðinni þegar hann kom boltanum í netið úr þröngu færi.

Staðan var ekki jöfn lengi því Elmar Kári Enesson Cogic kom Aftureldingu aftur yfir með laglegu marki. Sigurpáll Melberg Pálsson innsiglaði sigur Aftureldingar með stórkostlegu marki undir lok leiksins.

Afturelding gat komist í mjög góða stöðu í einvíginu þegar liðið fékk vítaspyrnu í uppbótatíma en Halldór Snær Georgsson varði spyrnuna frá Elmari Kára.

Seinni leikur liðanna fer fram á Extravellinum á mánudaginn.


Athugasemdir
banner