Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fim 19. september 2024 13:51
Elvar Geir Magnússon
Stefnir í góða mætingu og gott veður á úrslitaleiknum - Miðaverð hækkar annað kvöld
Víkingur vann KA 3-1 í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Víkingur vann KA 3-1 í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það stefnir allt í betri mætingu á bikarúrslitaleik KA og Víkings en þegar sömu lið áttust við í fyrra. Um 3.500 miðar hafa þegar verið seldir á leikinn en í fyrra mættu um 3.800.

Spáð er virkilega fínu veðri fyrir leikinn á laugardag, það á að vera um 10 gráðu hiti, þurrt og algjört logn þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 16.

Miðasala er í gangi hjá Tix Miðasölu og er hægt að kaupa miða með því að smella hér.

Miðaverð
Fullorðnir - 2500 krónur (hækkar í 3500 krónur á leikdegi)
16 ára og yngri - 500 krónur

Ölver verður með upphitun fyrir stuðningsmenn beggja liða, KA verður með sérstaka dagskrá og þá verður fjölskylduhátíð í Víkinni frá klukkan 12.



Hvernig fer Ísland - Wales á föstudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner