Spænskir fjölmiðlar segja að Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad, sjái eftir því að hafa hafnað Liverpool í sumar.
Margir ráku upp stór augu þegar hann ákvað á endanum að segja nei, þegar allt benti til þess að hann væri á leið á Anfield.
Margir ráku upp stór augu þegar hann ákvað á endanum að segja nei, þegar allt benti til þess að hann væri á leið á Anfield.
Estadio Deportivo segir að Liverpool sé tilbúið að gera aðra tilraun til að fá hann í janúarglugganum.
Eftir að Mikel Merino og Robin Le Normand fóru frá Real Sociedad er Zubimendi sagður óánægður með það hvernig endurbyggingin er á liðinu.
Liverpool þyrfti ekki að semja við Real Sociedad heldur gæti nýtt sér 60 milljóna evru riftunarákvæði í samningi hans.
Athugasemdir