Stóra Meistaradeildarvikan er í fullum gangi og í kvöld heimsækir Arsenal lið Atalanta í Bergamó. Hér er hinsvegar slúðurpakki dagsins.
Chelsea er opið fyrir því að láta úkraínska kantmanninn Mykhailo Mudryk (23) fara í janúar en franska félagið Marseille hefur áhuga. Mudryk hefur ekki fest sig í sessi á Brúnni og gengur illa að aðlagast leikstíl Enzo Maresca. (Teamtalk)
Arsenal hefur hafið samningaviðræður við brasilíska miðvörðinn Gabriel Magalhaes (26) en þær eru á byrjunarstigi. (Football Insider)
Danski leikstjórnandinn Christian Eriksen (32) var orðaður við að yfirgefa Manchester United í sumar en segist sjálfur ekki hafa hugsað um að fara frá Old Trafford. (Mail)
Martin Zubimendi (25), miðjumaður Real Sociedad og spænska landsliðsins, sér eftir því að hafa ekki farið til Liverpool og vonast til að enska félagið reyni aftur að fá sig. (Estadio Deportivo)
Zlatan Ibrahimovic, ráðgjafi AC Milan, hefur sett sig í samband við Edin Terzic, fyrrum stjóra Borussia Dortmund, en Paulo Fonseca sem var ráðinn í sumar er þegar undir pressu eftir slæma byrjun á tímabilinu. (Sky Sports Germany)
Guiseppe Marotta, forseti Inter, segir að félagið hafi verið nálægt því að fá Erling Haaland (24) , framherja Manchester City og Noregs, þegar hann var 15 ára. (Football Italia)
Arsenal gæti misst japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu (25) í janúar en Inter, Napoli og Juventus hafa áhuga. (Sun)
Enn er búist við því að Ben Chilwell (27), vinstri bakvörður enska landsliðsins, yfirgefi Chelsea í janúar, þrátt fyrir að hafa snúið aftur á æfingar aðalliðsins. Football Insider)
Chelsea gæti ráðið Sachin Gupta, sem er framkvæmdastjóri NBA félagsins Minnesota Timberwolves, í starf bak við tjöldin. (Athletic)
Newcastle United fylgist með Josh Acheampong (18) hægri bakverði Chelsea. (i)
Athugasemdir