Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 19. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Matip tæpur fyrir leik Liverpool og Ajax
Joel Matip, varnarmaður Liverpool, meiddist á fæti í grannaslagnum gegn Everton um helgina.

Meiðslin eru ekki talin vera alvarleg en Matip fer í nánari rannsóknir í dag.

Liverpool mætir Ajax í Meistaradeildinni á miðvikudag og óvíst er hvort Matip nái þeim leik.

Ef Matip spilar ekki má búast við að Joe Gomez og miðjumaðurinn Fabinho verði í hjarta varnarinnar en Virgil van Dijk spilar líklega ekki meira á þessu tímabili eftir að hafa meiðst á hné gegn Everton.

Sjá einnig:
Kaupir Liverpool varnarmann eftir meiðsli Van Dijk?
Athugasemdir
banner