Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 19. október 2021 11:35
Elvar Geir Magnússon
City setur verðmiða á Sterling - Salah vill 400 þúsund pund á viku
Powerade
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Það er bras hjá Solskjær.
Það er bras hjá Solskjær.
Mynd: Getty Images
Sterling, Salah, Icardi, Aguero, Mbappe, Isak, Solskjær og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.

Manchester City vill fá 80 milljónir evra fyrir enska sóknarmanninn Raheem Sterling (26) sem er á óskalista Barcelona. (Marca)

Egypski framherjinn Mohamed Salah (29) vill fá um 400 þúsund pund í vikulaun svo hann skrifi undir nýjan samning á Anfield. (Telegraph)

Liverpool hefur fengið þær upplýsingar frá Lazio að felagið muni byrja að hlusta á tilboð upp á 67 milljónir punda í serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (26). (Calciomercato)

Roberto Martínez þjálfari belgíska landsliðsins, Steven Gerrard stjóri Rangers og Unai Emery stjóri Villarreal eru taldir líklegastir í stjórastólinn hjá Newcastle United. (Times)

Eddie Howe, fyrrum stjóri Bournemouth, er einnig á blaði nýrra eigenda Newcastle. (Mirror)

Wayne Roone, stjóri Derby, hefur áhuga á því að aðstoða félagið til bráðabirgða ef Bruce fer. (Chronicle)

Paris St-Germain gæti verið tilbúið að skipta á sóknarmanninum Mauro Icardi (28) og Sergio Aguero (33) sem kom til Barcelona frá Manchester City í sumar. (El Nacional)

Leeds United og Newcastle United hafa áhuga á enska miðjumanninum Ross Barkley (27) hjá Chelsea. Burnley hefur líka áhuga. (90 Min)

Manchester United og Manchester City eru að fara að berjast um sænska sóknarleikmanninn Alexander Isak (22) hjá Real Sociedad. (Fichajes)

Arsenal og Leicester City eru að fylgjast með norska vængmanninum Mohamed Elyounoussi (27) sem hefur farið vel af stað með Southampton á tímabilinu. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er óánægður með að félaginu hafi mistekist að fá inn miðjumann í sumar. (Manchester Evening News)

Mórallinn í klefanum hjá Manchester United er orðinn slæmur eftir þrjá deildarleiki í röð án sigurs. (Times)

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe (22), sem hefur lengi verið sterklega orðaður við Real Madrid, ýjar að því að hann sé ánægður hjá PSG. (Marca)

Everton fylgist með vinstri bakverðinum Connor Pye (17) hjá Morecambe í ensku C-deildinni. Hann hefur heillað njósnara félagsins. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner