Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. október 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valdi Ronaldo ekki í sameiginlegt lið Man Utd og Liverpool
Carragher valdi Ronaldo ekki í sitt lið.
Carragher valdi Ronaldo ekki í sitt lið.
Mynd: Getty Images
Á næsta leyti er stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Það eru alltaf leikir sem er beðið með mikilli eftirvæntingu. Það er mikill rígur á milli þessara tveggja félaga.

Gary Neville og Jamie Carragher, tveir af helstu sparkspekingum bresku þjóðarinnar, ákváðu að setja saman sameiginlegt byrjunarlið úr leikmannahópum þessara tveggja liða.

Neville er fyrrum leikmaður Man Utd og Carragher er fyrrum leikmaður Liverpool. Þeir stilltu upp í sitt hvort liðið og enduðu þeir báðir bara með tvo leikmenn Man Utd.

Carragher var með Bruno Fernandes og Mason Greenwood í sínu liði frá Man Utd. Neville var með Harry Maguire og Cristiano Ronaldo. Það er svo sannarlega athyglisvert að Carragher hafi ekki verið með Ronaldo, sem er einn af bestu fótboltamönnum sögunnar.

Hér að neðan má sjá niðurstöðuna hjá þeim félögum.

Leikur Man Utd og Liverpool er á sunnudaginn. Liverpool hefur verið að gera betur heldur en erkifjendur sínir að undanförnu; Liverpool er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Man Utd í sjötta sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner