Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp hatar heimavöll Sevilla mest
Jürgen Klopp er ekki vel við heimavöll Sevilla
Jürgen Klopp er ekki vel við heimavöll Sevilla
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekkert sérlega vel við heimavöll spænska félagsins Sevilla en hann segir erfiðast að spila þar.

Klopp hefur aldrei unnið á Ramon Sanchez Pizjuan leikvanginum í Sevilla en hann var þó nálægt því er Liverpool gerði 3-3 jafntefli við liðið fyrir tveimur árum.

Liverpool var þá 3-0 yfir í hálfleik en í þeim síðari skoraði Sevilla þrjú mörk. Wissam Ben Yedder gerði tvö mörk og svo skoruðu heimamenn í uppbótartíma til að tryggja jafntefli.

Þegar hann stýrði Dortmund þá gerði liðið hans 2-2 jafntefli árið 2010. Hann hefur aldrei náð að vinna Sevilla en tvisvar hefur Liverpool gert jafntefli við liðið og þá tapaði Liverpool úrslitaleik Evrópudeildarinnar árið 2016.

Þá tapaði Liverpool einnig vináttuleik í sumar gegn Sevilla, 2-1.

„Ég veit ekki hvort þetta er besti völlurinn til að spila á en sá völlur sem ég hata mest er heimavöllur Sevilla útaf andrúmsloftinu þar. Þetta er hrós!" sagði Klopp við Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner