Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. nóvember 2022 12:41
Brynjar Ingi Erluson
Nú þurfa leikmennirnir að sjá um að skemmta fólkinu
Eric Dier
Eric Dier
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Eric Dier segir að nú sé það undir landsliðinu komið að sjá til þess að stuðningsfólk þess þurfi ekki bjór á meðan liðið spilar leiki sína á heimsmeistaramótinu.

Ekki verður hægt að kaupa áfengi á leikvöngum mótsins eftir að yfirvöld í Katar settu bann á það í gær, aðeins tveimur dögum fyrir mótið.

Umræðan í kringum þessa ákvörðun er heit enda óvíst hvað yfirvöld taka upp á í kjölfarið. Stuðningsfólk var svikið um bjór og þá voru dagpeningar teknir af fólkinu sem var boðið sérstaklega á mótið til að búa til jákvæða umfjöllun um landið.

Dier, leikmaður enska landsliðsins, sér glasið hálf fullt, en hann segir það nú undir liðinu komið að sjá til þess að stuðningsfólkið þurfi engan bjór.

„Ég er á þeirri skoðun að það sé hægt að skemmta sér án áfengis. Nú er það undir okkur komið að skemmta fólki og spila frábæran fótbolta. Það getur búið til andrúmsloft á vellinum,“ sagði Dier.
Athugasemdir
banner