Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   lau 19. nóvember 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino opnar sig um erfiða tíma hjá PSG
Mynd: EPA

Mauricio Pochettino fyrrum stjóri franska liðsins PSG hefur nú opnað sig í viðtali um erfiðleikana sem fylgdu því að stýra þessu stórliði.


Hann var spurður að því hvort þetta væri vanþakklátasta félag heims.

„Algjörlega sammála. Það vanmeta allir starf þjálfarans, þegar við unnum var það út af einstaklingsgæðum en ef við töpuðum var það mér að kenna."

„Félagið var með ákveðna sýn, það var erfið áskorun að uppfylla hana. Svona lið hefur aðeins orðið til í París, svo margir með stóra persónuleika og mikla hæfileika. Þetta þurfti tíma. Leikmenn komu af Copa America, EM, meiddir í nýja borg, nýjan kúltúr. Við vorum með 9-10 leikmenn sem voru fyrirliðar," sagði Pochettino.

Hann segir að það hafi verið erfitt að stýra svona mörgum stórstjörnum.

„Barcelona var með Messi og Real Madrid með Ronaldo, það er blessun. En þegar þú ert með of marga sem þurfa að vera í sviðsljósinu verður einhver ruglingur. Það eru ellefu leikmenn inn á vellinum og aðeins einn bolti. Við fáum víti og hver á að taka það? Þjáfarinn fær ekki einu sinni að taka þá ákvörðun," sagði Pochettino.

Pochettino tók við PSG í janúar á síðasta ári en var látinn fara í júlí á þessu ári, aðeins ári eftir að hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner