Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. janúar 2020 02:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland lagði El Salvador - Tveir sigrar í tveimur leikjum
Icelandair
Kjartan Henry skoraði sigurmark Íslands.
Kjartan Henry skoraði sigurmark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 0 El Salvador
1-0 Kjartan Henry Finnbogason ('63)

Íslenska landsliðið fer frá Kalíforníu í Bandaríkjunum með tvo sigra á bakinu, gegn Kanada og El Salvador. Liðið bar sigur úr býtum gegn El Salvador í leik sem var að klárast núna.

Strákarnir lögðu Kanada að velli síðasta fimmtudag, en fyrir leikinn gegn El Salvador gerðu landsliðsþjálfararnir átta breytingar. Aðeins Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason og Kjartan Henry Finnbogason héldu sæti sínu í byrjunarliðinu.

Staðan var markalaus í hálfleik, en á 63. mínútu kom fyrsta mark leiksins og var það Íslendinga. Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður Vejle í Danmörku, kom þá boltanum í netið.

Það reyndist eina mark leiksins og sigur Íslands því staðreynd. Niðurstaðan tveir 1-0 sigrar í þessu janúarverkefni.

Pablo Punyed, leikmaður KR, spilaði allan leikinn fyrir El Salvador.

Næsta landsliðsverkefni Íslands er í mars. Þá tökum við þátt í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2020. Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli í undanúrslitunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner