Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 20. janúar 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Neville: Man Utd vantar fimm eða sex nýja leikmenn
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að liðið þurfi að bæta við sig 5-6 leikmönnum til að geta gert alvöru hluti í toppbaráttunni á nýjan leik.

Marcus Rashford verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla en fyrir á meiðslalistanum eru Paul Pogba og Scott McTominay.

„Þeir eru fámennir fram á við og miðjan þeirra er lítil. Paul Pogba var í aðgerð og Scott McTominay er líka frá en þeir þurfa líka að fá meira en miðjumenn og framherja til að breyta félaginu," sagði Neville.

„Þeir þurfa miðvörð, vinstri bakvörð, kantmann, þeir þurfa fimm eða sex leikmenn í þennan hóp."

„Þeir gætu þurft einn eða tvo menn strax til að setja plástur á hópinn og það er mikilvægt að fá miðjumann og framherja vegna meiðsla Rashford og Pogba. Það eru fleiri hlutir sem Man Utd þarf að skoða. Þetta er hópur sem er búið að eyða hundruðum milljónum í, en það lítur út fyrir að það þurfi hundruði milljóna til viðbótar og það er áhyggjuefni."


Sjá einnig:
Neville skilur ekki af hverju Woodward er ennþá hjá Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner