Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. janúar 2020 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Telur að Fernandes verði áfram hjá Sporting
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
Emanuel Ferro, aðstoðarþjálfari Sporting Lisbon í Portúgal, telur að Bruno Fernandes verði áfram hjá liðinu út þetta tímabil.

Manchester United hefur verið í viðræðum við Sporting um kaup á Fernandes en portúgalska félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og gæti neyðst til að selja hann.

Félagið vill fá 80 milljónir evra fyrir Fernandes en United er þó einungis tilbúið að greiða 60 milljónir evra.

Félögin hafa reynt að komast að samkomulagi en það virðist þó langt frá því að vera í höfn.

Ferro telur að Fernandes verði áfram hjá Sporting út þetta tímabil og að hann sé ekki að hugsa um skiptin.

„Það hefur verið mikið rætt og ritað um að hann sé á förum en ég held að fólk sem tengist ekki félaginu haldi það aðallega. Við finnum alla vega ekki fyrir því að hann vilji yfirgefa Sporting. Hann er með mikinn vilja að berjast hér og vera með í því sem við erum að gera," sagði Ferro.

Þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur skorað 15 mörk og lagt upp önnur 13 í 26 leikjum á tímabilinu en það er fastlega gert ráð fyrir því að hann spili gegn Braga í portúgalska deildabikarnum annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner