Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. janúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan fljótastur í 150 sigra
Zlatan er kominn aftur til Ítalíu.
Zlatan er kominn aftur til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic er kominn aftur til AC Milan og er strax farinn að hafa mikil áhrif á sitt nýja félag.

Zlatan spilaði allan leikinn í 3-2 sigri á Udinese í gær og hefur Milan núna unnið þrjá deildarleiki í röð.

Með sigrinum í gær setti Zlatan met í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann varð fljótasti leikmaðurinn til þess að spila í 150 sigurleikjum (frá því byrjað var að gefa þrjú stig fyrir sigurleiki) í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann þurfti 222 leiki til þess og er það nýtt met.

Hann var á undan leikmönnum eins og Esteban Cambiasso, Lorenzo Insigne og Maicon.

AC Milan er ekki eina félagið sem Zlatan hefur leikið með á Ítalíu, hann hefur einnig leikið með Inter og Juventus.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner