banner
   mið 20. janúar 2021 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Ár frá síðasta leik - „Búinn að læra helling á sjálfan mig og skrokkinn"
Maður var farinn að sakna þess að komast í návígi
Maður var farinn að sakna þess að komast í návígi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er ógeðslega spenntur fyrir því satt að segja
Ég er ógeðslega spenntur fyrir því satt að segja
Mynd: KR
Emil Ásmundsson lék í gær sinn fyrsta leik í rúmt ár en hann sleit krossband í leik í janúar í fyrra. Emil lék fyrri hálfleikinn þegar KR lagði Fjölni að velli í Reykjavíkurmótinu. Emil er miðjumaður sem fæddur er árið 1995 og gekk hann í raðir KR frá Fylki fyrir tímabilið 2020.

Fótbolti.net ræddi við Emil í fyrra þegar í ljós kom að hann var með slitið krossband. „Þetta er fyrst og fremst prófraun á andlegu hliðina hvernig maður tæklar mótlætið. Stefnan er auðvitað að koma sem sterkastur til baka. Vonandi er þetta bara smá 'setback' fyrir 'major comeback'," sagði Emil m.a. í viðtalinu í fyrra. Hann kom einnig inn á það að þetta væru hans þriðju alvarlegu meiðsli á ferlinum.

Fótbolti.net ræddi við Emil í dag. „Staðan er bara drullu góð, fyrstu mínúturnar í gær sem var geggjað."

Var ljúft að ljúka biðinni með fyrsta leik eftir meiðsli?

„Já, klárlega. Þetta hefði sennilega komið fyrr ef það hefðu verið einhverjir leikir á dagskrá síðustu tvo mánuði en maður náði að undirbúa skrokkinn betur fyrir komandi átök."

Hvernig er skrokkurinn núna daginn eftir leik?

„Hann er drullu góður, smá bólga eftir samstuð en það er bara partur af þessu. Maður var farinn að sakna þess að komast í návígi."

Hvað hefur ú tekið úr úr þessu endurkomuferli? Eitthvað nýtt sem þú lærðir eða slíkt?

„Já, ég er búinn að læra helling á sjálfan mig og skrokkinn. Þetta tekur einnig allhressilega á andlegu hliðina hjá manni. Núna kann maður mun meira að meta það að vera heill heilsu, það er ekki sjálfsagður hlutur."

Hversu mikið hlakkar þú til að spila alvöru keppnisleik í KR treyjunni?

„Ég er ógeðslega spenntur fyrir því satt að segja. Vonandi mun þetta mót rúlla með hefðbundnum hætti ólikt mótinu í fyrra og vonast ég til að geta sýnt hvað í mér býr," sagði Emil að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner