Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. janúar 2022 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Arsenal og Liverpool: Alisson á bekknum
Aðalmarkvörður Liverpool byrjar á bekknum.
Aðalmarkvörður Liverpool byrjar á bekknum.
Mynd: Getty Images
Það er sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í húfi þegar Arsenal tekur á móti Liverpool í kvöld.

Fyrri leikur liðanna á Anfield endaði með markalausu jafntefli. Það er því allt opið fyrir þennan leik á eftir.

Granit Xhaka er í leikbanni hjá Arsenal og byrja Albert Sambi Lokonga og Martin Ödegaard á miðsvæðinu. Emile Smith Rowe kemur aftur inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt fyrir Arsenal.

Hjá Liverpool vekur það athygli að Alisson byrjar á bekknum og Caoimhín Kelleher er í markinu. Það er athyglisvert í svona mikilvægum leik. Hinn efnilegi Kaide Gordon byrjar í fremstu víglínu hjá Liverpool og Takumi Minamino þarf að sætta sig við að byrja á bekknum.

Byrjunarlið Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, White, Gabriel, Tierney, Lokonga, Ödegaard, Saka, Smith Rowe, Martinelli, Lacazette.
(Varamenn: Hein, Holding Alebiosu, Tavares, Partey, Parino, Salah-Eddine, Nketiah, Biereth)

Byrjunarlið Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Jones, Gordon, Firmino, Jota.
(Varamenn: Alisson, Adrian, Konate, Milner, Gomez, Minamino, Tsimikas, Williams, Morton)
Athugasemdir
banner
banner