Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. janúar 2022 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Leiðin liggur til Wembley fyrir Liverpool
Liverpool spilar til úrslita.
Liverpool spilar til úrslita.
Mynd: EPA
Arsenal 0 - 2 Liverpool
0-1 Diogo Jota ('19 )
0-2 Diogo Jota ('77 )
Rautt spjald: Thomas Teye Partey, Arsenal ('90)

Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool þegar liðið lagði Arsenal að velli í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Liverpool fer á Wembley.

Fyrri leikur liðanna á Anfield endaði með markalausu jafntefli og það var því allt opið fyrir leikinn í kvöld.

Arsenal byrjaði vel og varði Caoimhín Kelleher vel frá Alexandre Lacazette snemma leiks. Það vakti athygli að Kelleher væri í markinu í kvöld og Alisson á bekknum, en sá írski stóð sig með prýði.

Liverpool tók forystuna í leiknum með sinni fyrstu tilraun í leiknum. Trent Alexander-Arnold kom boltanum áleiðis á Jota, sem sá um rest og skoraði.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina í Liverpool. Bæði lið fengu tækifæri til að skora snemma í seinni hálfleiknum. Ibrahima Konate, varnarmaður Liverpool, komst næst því að skora þegar hann skallaði boltanum í stöngina.

Jota gerði sitt annað mark á 77. mínútu eftir frábæra sendingu frá Alexander-Arnold. Sendingin var stórkostleg og afgreiðslan var ekki síðri hjá þeim portúgalska. Markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu en það var svo leiðrétt með VAR-skoðun.

Thomas Partey, miðjumaður Arsenal, fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili undir lokin en það breytti ekki miklu fyrir þennan leik. Arsenal átti ágætis kafla en það var ekki nóg gegn Liverpool og lokatölur 0-2.

Liverpool fer á Wembley og mun þar mæta Chelsea í úrslitaleiknum. Liverpool vann síðast keppnina 2012 og Chelsea 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner