Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 20. janúar 2022 17:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðið hefur ekkert með ákvörðunina að gera - „Ekki alltaf hægt að horfa bara í tölurnar"
Icelandair
Agla María
Agla María
Mynd: Häcken
Agla María Albertsdóttir samdi við Häcken í upphafi árs. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrr í vikunni og var spurð út í tímabilið með Breiðabliki og tímann til þessa með landsliðinu.

Sjá einnig:
Agla María: Ert ekkert að stefna á annað sætið

„Mér fannst geggjað að spila í Meistaradeildinni, ógeðslega skemmtilegt ævintýri hjá okkur og mér fannst mjög gaman að enda á því. Það var líka gaman að enda tímabilið á bikarmeistaratitli og tryggja sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, heilt yfir mjög gott tímabil hjá okkur," sagði Agla María.

„Ég myndi ekki segja að styrkleiki hinna liðanna hafi komið okkur á óvart. Þetta er svipað og þegar við í Breiðabliki vorum í þessari keppni 2019 og ég spilaði líka í henni með Stjörnunni. Þetta er ekkert sem kom manni á óvart. Það tekur á að spila svona ótrúlega langt tímabil, það byrjar í Lengjubikarnum snemma á árinu og við fengum mjög lítið frí. Við vorum með þunnskipaðan hóp og lið eins og PSG er liggur við með tvö góð lið. Við erum bara reynslunni ríkari og þetta var mjög gaman þrátt fyrir úrslitin."

Agla María er 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 42 A-landsleiki. Horfiru í að fara til Häcken frá Breiðabliki sem nauðslynlegt skref upp á landsliðið að gera? Framundan í sumar er lokakeppni EM og samkeppnin um sæti í liðinu er mikil.

„Nei, landsliðið hefur ekkert með þessa ákvörðun að gera. Ég er búin að spila með landsliðinu núna í fjögur ár og hef verið að spila í deildinni heima. Það eru margir leikmenn, sem dæmi Harpa Þorsteinsdóttir, sem spilaði lengi með landsliðinu og lengi hér heima."

Agla María hefur skorað þrjú mörk í þessum landsleikjum. Langar þig í að bæta markahlutfallið miðað við spilaða leiki eða ertu sátt við það hvernig þú hefur verið að spila?

„Já, engin spurning að ég vilji bæta við mörkum. Ég tek það inn í reikninginn að ég er með marga leiki sem ég spila mjög ung með landsliðinu og kannski ekki alltaf á móti auðveldustu andstæðingunum - það spilar inn í. Ég held að ég sé þekkt fyrir það að leggja upp frekar mörg mörk. Það er ekki alltaf hægt að horfa bara í tölurnar en það er engin spurning að ég ætla að bæta við fjölda marka í mínum leik í landsliðinu," sagði Agla María að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að neðan.
Agla María: Ert ekkert að stefna á annað sætið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner