Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. janúar 2022 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Williams mættur aftur til Liverpool
Rhys Williams.
Rhys Williams.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Rhys Williams er mættur aftur til Liverpool eftir lánsdvöl hjá Swansea.

Williams kom óvænt inn í liðið hjá Liverpool á síðustu leiktíð vegna meiðsla hjá leikmönnum í aðalliðinu. Hann spilaði 19 leiki og hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina.

Hann var síðasta sumar lánaður til Swansea og þar var hann ekki í stóru hlutverki, spilaði aðeins sjö leiki.

Williams hafði ekki spilað með Swansea síðan 4. desember og því alls ekki skrítið að Liverpool hafi ákveðið að kalla hann til baka.

Þessi skipti gætu opnar dyrnar fyrir Nathan Phillips, annan miðvörð hjá Liverpool sem spilaði nokkuð mikið á síðustu leiktíð. Það eru sögur um að þetta stóra félag hafi hafnað tilboðum í Phillips, meðal annars frá Watford. Liverpool gæti skipt um skoðun þegar Williams er mættur til baka.
Athugasemdir
banner
banner