Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 20. janúar 2025 11:38
Elvar Geir Magnússon
Dani ráðinn landsliðsþjálfari Finnlands
Jacob Friis hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finnlands en þetta var tilkynnt í dag.

Friis tekur við af Markku Kanerva sem var rekinn eftir afleitt gengi liðsins í Þjóðadeildinni þar sem það tapaði öllum sex leikjunum og var með markatöluna 2-13.

Friis er danskur og segist mjög stoltur af því að hafa fengið þetta starf. Hann skrifaði út samning sem gildir út EM 2028.

Hann er fyrrum þjálfari Viborg og Álaborgar en hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Augsburg í Þýskalandi síðan 2023.
Athugasemdir
banner