Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 20. janúar 2025 21:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Kærkominn sigur hjá Chelsea
Madueke innsiglaði sigurinn
Madueke innsiglaði sigurinn
Mynd: EPA
Chelsea 3 - 1 Wolves
1-0 Tosin Adarabioyo ('24 )
1-1 Matthew Doherty ('45 )
2-1 Marc Cucurella ('60 )
3-1 Noni Madueke ('66 )

Chelsea vann kærkominn sigur þegar liðið fékk Wolves í heimsókn í kvöld.

Tosin Adarabioyo kom Chelsea yfir. Boltinn barst til hans eftir að skot frá Reece James fór af varnarmanni og hann kláraði færið vel.

Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíima í fyrri hálfleik jafnaði Matt Doherty metin þegar boltinn datt niður í teignum eftir hornspyrnu en Robert Sanchez náði ekki að grípa boltann og Doherty skoraði af stuttu færi.

Marc Cucurella kom Chelsea aftur yfir og Noni Madueke bætti þriðja markinu við þegar hann kom boltanum í netið af stuttu færi eftir skalla frá Trevoh Chalobah.

Þetta var svo sannarlega kærkominn sigur fyrir Chelsea sem hafði ekki unnið í fimm leikjum í röð áður en það kom að leiknum í kvöld. Þetta var hins vegar þriðja tap Wolves í röð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner