fim 20. febrúar 2020 11:17
Elvar Geir Magnússon
Braithwaite gerði samning við Barcelona til 2024
Braithwaite í leik gegn Barcelona.
Braithwaite í leik gegn Barcelona.
Mynd: Getty Images
Mynd: Sport
Spánarmeistarar Barcelona gengu í gær frá kaupum á sóknarmanninum Martin Braithwaite frá Leganes.

Braithwaite verður kynntur fyrir stuðningsmönnum á Nývangi í kvöld.

Þó Barcelona hafi þurft undanþágu til að kaupa hinn 28 ára Braithwaite þá er samningurinn við hann til sumarsins 2024.

Braithwaite hefur skorað 10 mörk í 37 byrjunarliðsleikjum fyrir Leganes í deildinni síðan hann kom frá Middlesbrough í janúar í fyrra. Middlesbrough fær hluta af kaupverði Barcelona.

Ekki nóg með að samningurinn sé til 2024 heldur er 300 milljóna evra riftunarákvæði í honum!

Leganes situr eftir með sárt ennið en liðið er að berjast fyrir lífi sínu í La Liga en fær ekki leyfi til að kaupa inn leikmann til að fylla skarð Braithwaite. Félagið gat ekki komið í veg fyrir að leikmaðurinn færi því riftunarákvæði var í samningnum og það nýtti Barcelona sér.


Athugasemdir
banner
banner
banner