Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. febrúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Man Utd í Belgíu og Arsenal í Grikklandi
Man Utd vann Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Man Utd vann Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Guendouzi snýr aftur í leikmannahóp Arsenal. Hann var ekki í hóp um síðustu helgi eftir rifrildi við Mikel Arteta, stjóra Arsenal.
Guendouzi snýr aftur í leikmannahóp Arsenal. Hann var ekki í hóp um síðustu helgi eftir rifrildi við Mikel Arteta, stjóra Arsenal.
Mynd: Getty Images
Í kvöld hefjast 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Meistaradeildin hefur verið í fyrirrúmi síðustu tvo daga en í dag er komið að Evrópudeildinni.

Manchester United mætir Club Brugge í Belgíu klukkan 17:55. Sá leikur er sýndur í beinni, eins og leikur FC Kaupmannahafnar í Celtic sem hefst á sama tíma.

Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK, en hefur verið að glíma við meiðsli. Hann var allan tímann á bekknum í 1-0 tapi gegn Esbjerg um síðustu helgi.

Klukkan 20:00 er aðalsjónvarpsleikurinn í Grikkland þar sem Olympiakos tekur á móti Arsenal. Einnig verður sýnt frá leik Wolves og Espanyol í Wolverhampton.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö mæta þýska liðinu Wolfsburg á meðan Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar leika við LASK frá Austurríki. Albert er enn að jafna sig á erfiðum meiðslum.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

fimmtudagur 20. febrúar
17:55 Getafe - Ajax
17:55 Sporting - Istanbul Basaksehir
17:55 FC Kobenhavn - Celtic (Stöð 2 Sport 2)
17:55 Cluj - Sevilla
17:55 Club Brugge - Man Utd (Stöð 2 Sport)
17:55 Ludogorets - Inter
17:55 Eintracht Frankfurt - Salzburg
17:55 Shakhtar D - Benfica
17:55 Leverkusen - Porto
20:00 Rangers - Braga
20:00 Wolves - Espanyol (Stöð 2 Sport 2)
20:00 APOEL - Basel
20:00 AZ - LASK Linz
20:00 Wolfsburg - Malmo FF
20:00 Roma - Gent
20:00 Olympiakos - Arsenal (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner