fim 20. febrúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góð saga af Di Canio - Hataði að tapa í fimm manna bolta
Paolo Di Canio.
Paolo Di Canio.
Mynd: Getty Images
Það er ekki hægt að taka það að Paolo Di Canio að hann er mjög ástríðufullur einstaklingur, sem fótboltamaður og knattspyrnustjóri.

Di Canio er þekktastur fyrir tíma sinn hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni, frá 1999 til 2003. Di Canio þjálfaði síðast Sunderland árið 2013.

Árið 2011 hóf hann ferilinn í þjálfun er hann tók við Swindon Town eftir að liðið féll í ensku D-deildina.

Fjölmiðlamaðurinn Chris Wise segir skemmtilega sögu á Twitter frá tíma Di Canio hjá Swindon. Wise fjallaði um Swindon fyrir BBC á þeim tíma sem Di Canio var knattspyrnustjóri félagsins og var svæðisskrifstofan vön því að spila gegn þjálfarateymi Di Canio í það sem Bretar kalla '5-a-side' leik. Þá er spilað fimm gegn fimm á litlum fótboltavöllum.

„Di Canio var alltaf mættur þarna í hverri viku," skrifar Wise. „Ég hef nokkrum sinnum verið það heppinn að spila með fyrrum atvinnumönnum í góðgerðarleikjum, en að deila velli með einni mestu goðsögn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar var í raun og veru, fáránlegt."

Wise segir að Di Canio hafi enn verið fáránlega góður í fótbolta. „Fyrstu 20 vikurnar eða svo, þá unnu þeir okkur. Di Canio fór alltaf brosandi af velli því liðið hans vann og hann skoraði yfirleitt flest mörkin."

Eina vikuna þá mætti Di Canio ekki með sitt venjulega lið og ótrúlegt en satt, þá töpuðu Di Canio og félagar. Ef það er eitthvað sem Di Canio fannst leiðinlegt að gera, þá var það að tapa.

„Di Canio mætti viku síðar með sitt venjulega lið, en hann hafði víst beðið þá alla um að mæta snemma. Okkur fannst það frekar skrítið, en kannski áttu þeir meiri lausan tíma þann dag."

„Þegar leikurinn byrjaði þá vissum við hvers vegna Di Canio bað þá um að mæta snemma. Di Canio hafði sett leikplan fyrir þá. Hann setti upp í leikkerfi og allir voru með sérstakt hlutverk. Allan leikinn gargaði hann fyrirmæli fyrir samherja sína. Þetta var bara eins og alvöru leikur," skrifar Wise.

„Di Canio sjálfur tók líka leikinn að meiri alvöru. Sum mörkin sem hann skoraði voru algjörlega mögnuð. Þeir rústuðu okkur."

„Hann hafði verið það pirraður á að tapa vikuna áður að hann bjó til ítarlegt leikplan til að vinna okkur, og láta okkur líta heimskulegt út. Þegar Di Canio gekk af velli, þá var hann brosandi aftur."


Athugasemdir
banner
banner