Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. febrúar 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Henderson fær verðskuldað hrós frá stjóra sínum
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Dean Henderson hefur átt frábært tímabil með spútnikliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi 22 ára lánsmaður frá Manchester United hefur verið orðaður við enska landsliðshópinn.

Aðeins Alisson, markvörður Liverpool, hefur haldið marki sínu hreinu oftar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Alisson er með tíu leiki en Henderson níu.

En á Henderson að vera valinn í landsliðshópinn? Chris Wilder, stjóri Sheffield United, fékk þessa spurningu.

„Við höfum allir skoðanir og sú skoðun sem skiptir máli er frá Gareth. Deano hefur lagt mikið á sig og hefur verið magnaður fyrir okkur. Hann hefur verið að halda hreinu, taka rosalegar vörslur og sýnt mikinn stöðugleika. Hann býr yfir mikilli einbeitingu," segir Wilder.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner