Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 20. febrúar 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Henderson fær verðskuldað hrós frá stjóra sínum
Markvörðurinn Dean Henderson hefur átt frábært tímabil með spútnikliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi 22 ára lánsmaður frá Manchester United hefur verið orðaður við enska landsliðshópinn.

Aðeins Alisson, markvörður Liverpool, hefur haldið marki sínu hreinu oftar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Alisson er með tíu leiki en Henderson níu.

En á Henderson að vera valinn í landsliðshópinn? Chris Wilder, stjóri Sheffield United, fékk þessa spurningu.

„Við höfum allir skoðanir og sú skoðun sem skiptir máli er frá Gareth. Deano hefur lagt mikið á sig og hefur verið magnaður fyrir okkur. Hann hefur verið að halda hreinu, taka rosalegar vörslur og sýnt mikinn stöðugleika. Hann býr yfir mikilli einbeitingu," segir Wilder.
Athugasemdir
banner