Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar að spila fyrir spænska landsliðið
Dean Huijsen
Dean Huijsen
Mynd: EPA
Dean Huijsen, leikmaður Roma á Ítalíu, hefur ákveðið spila fyrir spænska landsliðið í framtíðinni og hafnar því möguleikanum á að spila fyrir fæðingarland sitt.

Huijsen er 18 ára gamall og á láni frá Juventus en hann hefur verið að gera stórkostlega hluti með Rómverjum síðan hann kom í janúarglugganum.

Hann fæddist í Amsterdam í Hollandi og eru báðir foreldrar hans hollenskir, en fjölskyldan fluttist til Spánar þegar hann var fimm ára gamall.

Miðvörðurinn æfði þar með Costa Unida og Malaga áður en Juventus samdi við hann fyrir þremur árum.

De Telegraaf greinir frá því að Huijsen hafi ákveðið að hafna tækifærinu á að spila fyrir hollenska landsliðið í framtíðinni og mun hann í staðinn spila fyrir Spán þar sem hann er einnig með spænskt ríkisfang.

Huijsen hefur spilað fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Hollands en hann gæti verið kallaður í næsta verkefni Spánar í næsta mánuði er liðið spilar vináttuleiki við Brasilíu og Kólumbíu.
Athugasemdir
banner
banner