Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Ef hann byrjar ekki þá svissum við spánni
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gera Griezmann og félagar í Mílanó?
Hvað gera Griezmann og félagar í Mílanó?
Mynd: EPA
Matteo Darmian.
Matteo Darmian.
Mynd: EPA
Í kvöld halda 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar áfram með tveimur áhugaverðum leikjum. Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Svona spá þeir leikjum kvöldsins:

Ingólfur Sigurðsson

Inter 1 - 1 Atletico Madrid
Jafntefli í hörkuleik. Inter verður mun betri og eiga eftir að naga sig í handabökin.

PSV 2 - 2 Dortmund
Markaleikur og endalaust af færum. De Jong skorar bæði fyrir heimamenn. Dortmund fær rautt. Sennilega Sabitzer.

Viktor Unnar Illugason

Inter 1 - 0 Atletico Madrid
Inter klárar þennan leik 1-0. Bæði lið munu taka litla sénsa og þetta verður lokaður leikur.

PSV 2 - 1 Dortmund
Skemmtilegri leikur kvöldins. PSV mun klára þennan leik og komast í 2-0, en Dortmund nær að laga stöðuna.

Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke

Inter 1 - 2 Atletico
Tiltölulega óvænt úrslit fyrir fram. Ég er minnsti Darmian maður í heimi og ef hann byrjar ekki þá svissum við spánni í 2-1 Inter. Inter er jafnvel með sterkara lið á pappírunum en í fyrra, en ég finn einhverja Simeone lykt af þessu einvígi. Griezmann og Morata verða vesen.

PSV 1 - 1 Dortmund
PSV er með hollensku deildina í hengilás og ég sé þá hollensku frekar fara áfram. Margir gleyma samt Fullkrug geitinni og hann á eftir að setja sitt krydd á þetta.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 5
Ingólfur Sigurðsson - 4
Fótbolti.net - 3
Athugasemdir
banner
banner
banner