Brasilíumaðurinn Roberto Firmino er loksins búinn að skora fyrir Al-Ahli í Sádi-Arabíu eftir langa markaþurrð.
                
                
                                    Firmino, eins og margir aðrir, fór til Sádi-Arabíu síðasta sumar og fær hann fyrir það vel greitt. Hann yfirgaf Liverpool eftir mörg góð ár með félaginu.
Firmino byrjaði af krafti með Al-Ahli og skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það gerðist í ágúst en síðan þá hafði hann ekki skorað eitt einasta mark. Fyrr en í gær.
Firmino skoraði af vítapunktinum í gær þegar Al-Ahli tapaði fyrir Al Akhdoud.
Þetta var fyrsta tap Al-Ahli síðan í október en liðið er í þriðja sæti deildarinnar í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        

