Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur beðist afsökunar opinberlega á að hafa kallað miðjumanninn Kalvin Phillips „of þungan".
Hann segist sjá eftir ummælunum sem hann lét falla eftir HM í Katar. Phillips spilaði þar með Englandi en Guardiola sagði að leikmaðurinn hefði mætt til baka of þungur.
Hann segist sjá eftir ummælunum sem hann lét falla eftir HM í Katar. Phillips spilaði þar með Englandi en Guardiola sagði að leikmaðurinn hefði mætt til baka of þungur.
Eftir að Guardiola lét ummælin falla, þá varð Phillips fyrir barðinu á söngvum stuðningsmanna annarra liða. Þeir sungu um að hann væri of þungur en Phillips viðurkenndi það síðar að það hefði haft áhrif á sjálfstraust sitt.
„Ég biðst innilegrar afsökunar. Ég er miður mín," sagði Guardiola við fréttamenn.
Phillips byrjaði bara tvo leiki fyrir City í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann skipti frá Leeds fyrir 45 milljónir punda. Núna er hann á láni hjá West Ham út tímabilið.
Athugasemdir