Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Kroos tekur ákvörðun á næstu vikum
Mynd: EPA
Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, mun á næstu vikum taka ákvörðun um það hvort hann ætli sér að snúa aftur í þýska landsliðið eða ekki. Athletic greinir frá.

Kroos lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið á Englandi fyrir þremur árum.

Leikmaðurinn greindi frá því á þeim tíma að ástæðan væri að hann vildi einbeita sér að fjölskyldu sinni og Real Madrid, en margir eru á þeirr skoðun að hann hafi gert það vegna gagnrýni þeirra Uli Hoeness og Lothar Matthaus, sem sögðu leikstíl Kroos ekki henta nútíma fótbolta.

Athletic greinir nú frá því að endurkoma Kroos í landsliðið sé möguleg. Julian Nagelsmann, þjálfari landsliðsins, vill ólmur fá Kroos inn fyrir Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi í sumar.

Kroos er sagður íhuga það að snúa aftur og mun hann greina frá ákvörðun sinni á næstu vikum.

Miðjumaðurinn á 106 leiki og 17 mörk fyrir landsliðið en hann var lykilmaður liðinu sem vann HM árið 2014.
Athugasemdir
banner
banner