Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Naumur sigur Inter á Atlético - PSV og Dortmund skildu jöfn
Marko Arnautovic fagnar marki sínu gegn Atlético
Marko Arnautovic fagnar marki sínu gegn Atlético
Mynd: EPA
Luuk de Jong skoraði úr vítaspyrnu
Luuk de Jong skoraði úr vítaspyrnu
Mynd: EPA
Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins er Inter lagði Atlético Madríd að velli, 1-0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Giuseppe Meazza-leikvanginum í Mílanó í kvöld.

Heimamenn í Inter ætla að reyna að endurtaka leikinn frá því í fyrra er liðið kom sér alla leið í úrslitaleikinn.

Atlético fékk færi í leiknum en mistókst að hitta á rammann. Það var saga liðsins. Samuel Lino kom sér í ágæta sénsa en setti boltann framhjá markinu.

Inter fór að keyra meira á Atlético í síðari hálfleiknum. Jan Oblak gerði vel í marki Atlético en gat ekki komið í veg fyrir sigurmarkið sem Marko Arnautovic gerði á 79. mínútu. Tveir varnarmenn Atlético hlupu á hvorn annan og var það Lautaro Martínez sem náði síðan skoti, en Oblak varði það. Þó ekki lengra en á Arnautovic, sem hafði klúðrað þremur frábærum færum í leiknum, en náði að afgreiða boltann í netið í þetta sinn.

Lokatölur á Giuseppe-Meazza-leikvanginum, 1-0. Fínasta veganesti fyrir Inter en ekki víst að það dugi. Liðið á eftir að mæta Atlético á Spáni fyrir framan troðfullan leikvang spænska liðsins.

PSV og Dortmund gerðu þá 1-1 jafntefli í Eindhoven þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn.

Donyell Malen kom gestunum í Dortmund yfir á 24. mínútu eftir undirbúning Marcel Sabitzer en Luuk de Jong jafnaði metin snemma í síðari hálfleik eftir að Mats Hummels braut á Malik Tillman í teignum.

Malen fékk færi til að koma Dortmund yfir skömmu síðar og þá gat PSV stolið þessu undir lokin, en sigurmarkið kom ekki og skildu liðin því jöfn, 1-1. Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Dortmund.

Úrslit og markaskorarar:

Inter 1 - 0 Atletico Madrid
1-0 Marko Arnautovic ('79 )

PSV 1 - 1 Borussia D.
0-1 Donyell Malen ('24 )
1-1 Luuk de Jong ('56 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner