fös 20. mars 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benfica gefur portúgalska heilbrigðiskerfinu eina milljón evra
Mynd: Getty Images
Kórónaveiran hefur áhrif á allan heiminn og hafa atvinnumenn og knattspyrnufélög látið til sín taka í baráttunni gegn faraldrinum.

Fyrr í dag lögðu Leon Goretzka og Joshua Kimmich, samherjar hjá FC Bayern og þýska landsliðinu, eina milljón evra til að berjast gegn veirunni í Þýskalandi.

Nú er komið að Benfica í Portúgal sem er búið að dæla einni milljón evra inn í heilbrigðiskerfið þar í landi, í samstarfi við kvennalið félagsins, borgarráð Lissabon og Háskólann í Lissabon.

„Við leggjum heilbrigðiskerfinu lið með einni milljón evra. Peningurinn verður notaður til að kaupa öndunarvélar, grímu og annan öryggisbúnað," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Benfica.

Upphæðin samsvarar rúmlega 150 milljónum íslenskra króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner