Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   fös 20. mars 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Spila spænsku liðin á tveggja daga fresti?
Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa teiknað upp þann möguleika að liðin í deildinni spili á tveggja daga fresti til að ná að klára deildina fyrir 30. júní.

Vegna kórónuveirunnar er hlé í spænsku deildinni og líkur eru á að svo verði að minnsta kosti þangað til um miðjan maí.

Á fundi með forráðamönnum deildarinnar í gær kom fram að stefnt sé á að klára deildina fyrir 30. júní.

Ellefu umferðir eru eftir á Spáni en að auki eru leikir í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni sem og landsleikjahlé í byrjun júní.

Spænska útvarpsstöðin Cadena Cope segir að áætlanir séu um að lið spili á tveggja daga fresti þegar deildin hefst á ný, til að hægt verði að klára tímabilið fyrir 30. júní.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 14 1 2 49 20 +29 43
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 17 10 4 3 30 16 +14 34
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 16 6 7 3 25 19 +6 25
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
9 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
10 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
11 Elche 16 4 7 5 19 20 -1 19
12 Vallecano 16 4 6 6 13 16 -3 18
13 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
14 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 16 3 6 7 15 30 -15 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner