Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 20. mars 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Trippier svarar Klopp: Vildum ekki tapa 6-0
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var sársvekktur eftir að Liverpool var slegið úr Meistaradeildinni á heimavelli í síðustu viku.

Kieran Trippier og félagar í Atletico Madrid mættu á Anfield og skoruðu þrjú mörk í framlengingu til að tryggja sig áfram í 8-liða úrslitin. Liverpool stjórnaði leiknum og fékk góð færi en tókst þó ekki að standa uppi sem sigurvegari.

Klopp gagnrýndi leikstíl Atletico og sagðist ekki skilja hvers vegna liðið spilaði svona þrátt fyrir að vera með leikmenn í heimsklassa innanborðs.

„Fólk hefur þessa ímynd um okkur eftir þennan leik að við séum gífurlega varnarsinnað lið. Fólk er að misskilja, við breyttum leikstílnum okkar fyrir leikinn gegn Liverpool," sagði Trippier.

„Ef við mætum þangað og reynum að spila sama leik og Liverpool þá töpum við 6-0. Ég veit ekki við hverju fólki býst. Við erum gagnrýndir fyrir að mæta á Anfield til að verjast, en bjóst fólk í alvöru við að við myndum mæta þangað og spila sóknarbolta gegn einu af bestu liðum heims?

„Það mikilvæga er að sigra og við gerðum það. Við vissum að þeir myndu springa undir lokin því þeir eyða gríðarlega mikilli orku í hápressu. Við vissum að þeir myndu hægja á sér, það tók rúmlega 100 mínútur en að lokum unnum við 3-2.

„Fólk getur kvartað eins og það vill en okkur fannst þetta nauðsynleg taktík fyrir þennan leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner