Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. mars 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti um Hazard: Ég er ekki hérna til að gefa leikmönnum mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ferill Eden Hazard hjá Real Madrid hefur vægast sagt verið mikil vonbrigði.


Þessi 32 ára gamli Belgi gekk til liðs við félagið frá Chelsea fyrir tímabilið 2019/20. Hann hefur leikið 73 leiki fyrir félagið á fjórum árum og skorað í þeim sjö mörk.

Þá hefur hann aðeins komið við sögu í sjö leikjum á þessari leiktíð en tíminn hans á Spáni hefur mikið einkennst af meiðslum.

Carlo Ancelotti stjóri liðsins var spurður út í Hazard eftir tap liðsins gegn Barcleona í gær.

„Ég er ekki hérna til að gefa leikmönnum mínútur, ég er hérna til að vinna leiki. Ég spila besta mögulega liðinu til að vinna leiki. Ég lít ekki á hversu mikið leikmenn fá borgað eða hvað þeir eru gamlir, þetta snýst um frammistöður," sagði Ancelotti.


Athugasemdir
banner
banner