Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. mars 2023 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte verði rekinn á næstu dögum
Mynd: Getty Images
Það er mikil pressa á Antonio Conte en nýjustu fregnir segja að hann verði rekinn frá Tottenham á næstu dögum.

Conte hraunaði yfir leikmenn liðsins eftir 3-3 jafntefli gegn Southampton um helgina og eftir það hafi Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham fundað stíft með Conte.

Breskir fjölmiðlar greina nú frá því að samkvæmt heimildarmönnum innan félagsins ætli Levy að reka Conte á meðan á landsleikjahléinu stendur.

Markmiðið sé að ráða reyndan atvinnulausan stjóra en þar koma til greina m.a. Luis Enrique og Thomas Tuchel. Þá hefur Mauricio Pochettino fyrrum stjóri félagsins verið orðaður við endurkomu.


Enski boltinn - Ræða Conte og Mitrovic ekkert gáfnaljós
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner