Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evans gengur afskaplega illa að ná fullri heilsu
Mynd: EPA
Jonny Evans, leikmaður norður-írska landsliðsins og Leicester í ensku úrvalsdeildinni, verður ekki með Norður-Írum í landsleikjum á næstu dögum.

Evans gengur afskaplega illa að ná sér heilum vegna meiðsla og var ekki með Leicester um helgina þar sem hann fékk bakslag í aðdraganda leiksins gegn Brentford.

Evans var valinn í landsliðið og leit vel út með hann eftir að hafa komið inn á gegn Chelsea fyrir rúmri viku. Brendan Rodgers, stjóri Leicester, tilkynnti svo á fimmtudag að Evans yrði ekki með gegn Brentford og því ólíklegt að hann gæti verið með landsliðinu.

Niðurstaðan varð svo sú að Evans varð að draga sig úr hópnum. Rodgers segir að Evans hafi glímt við sömu meiðsli í læri frá því í nóvember. Leicester hefur saknað fyrirliðans mikið á tímabilinu og varnarleikurinn oft á tíðum ekki verið upp á marga fiska.

Norður-Írar mæta San Marinó og Finnlandi í undankeppni EM á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner