Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Bosníu: Verðum að sýna meiri metnað en Ísland
,,Fyrsti leikurinn getur mótað hvernig framhaldið í undankeppninni verður''
Icelandair
Landsliðsþjálfarinn Hadzigebic.
Landsliðsþjálfarinn Hadzigebic.
Mynd: nfsbih.ba/bosníska sambandið
Af fundinum í dag.
Af fundinum í dag.
Mynd: nfsbih.ba/bosníska sambandið
Mynd: nfsbih.ba/bosníska sambandið
Í dag svaraði Faruk Hadzigebic, þjálfari Bosníu-Hersegóvínu, spurningum fréttamanna. Framundan er leikur hjá liðinu gegn Íslandi á fimmtudag í undankeppni EM 2024.

Faruk hóf viðburðinn á því að þakka fjölmiðlamönnum fyrir komuna og sýna landsliðinu áhuga.

„Ég er afskaplega ánægður með löngunina sem þeir leikmenn sem þegar eru komnir hafa sýnt. Við munum sjá þegar allir eru komnir hvernig staðan er á hópnum; ég vona að allir verði heilir heilsu. Við viljum fá sex stig úr næstu tveimur leikjum. Ég hef trú á leikmönnunum og við förum inn í verkefnið með það markmið að ná í hámarksfjölda stiga. Það verður ekki auðvelt; andstæðingarnir eru reyndir og leikmenn þeirra að spila með góðum félagsliðum. Við tökum þeim öllum alvarlega og munum gera okkar besta til að vinna," sagði Hadzigebic.

Um íslenska liðið:

„Við sáum þá spila gegn Svíþjóð og Eistlandi, þeir voru án flestra leikmanna þar. Þetta er agressíft lið og mótiverað. Þetta er reynslumikið landslið og hægt að sjá að þeir ætla sér að ná í góð úrslit. Við verðum að vera varkárir, en okkar metnaður verður að vera meiri en þeirra."

Hadzibegic hélt áfram. „Við höfum ekki mikinn tíma; leikmenn eru að koma til móts við okkur og við fáum ekki nóg af æfingum. En svona eru hlutirnir. Við erum með nægilega marga leikmenn; ég er viss um að þeir verða tilbúnir og mótiveraðir í að ná í sem best úrslit. Ég hef trú á því að við munum finna bestu lausnina og við munum sjá hvaða leikmenn munu spila í næstu leikjum."

Tveir leikmenn sátu einnig fyrir svörum. Gojko Cimirot, varnarsinnaður miðjumaður Standard Liege, hafði þetta að segja:

„Við komum saman í gær, við gerum ráð fyrir að allir verði mættir í dag. Við erum allir með sama markmið og hugsum hlutina á sama hátt. Sumir verða ekki með okkur í þessu verkefni, vegna meiðsla, en við þurfum að takast á við þetta verkefni án þeirra. Þessi fyrsti leikur er mjög mikilvægur og getur mótað hvernig framhaldið í undankeppninni verður. Ég hef trú á því að við verðum tilbúnir og gerum okkar besta til að vinna."

Seinni leimaðurinn var Ermedin Demirovic, sóknarmaður Augsburg. „Við erum hér til að gera okkar besta í öllum leikjum og við höldum að við getum unnið alla og náð okkar markmiði. Mikilvægast í þesu er fyrsti leikurinn, en við verðum klárir í hvað sem er. Við munum undirbúa okkur eins vel og hægt er og við höfum trú á því að við getum haldið áfram að ná í góð úrslit. Ég er í góðu formi og ég er hér til að hjálpa liðinu."

Demirovic er 24 ára og er fæddur í Hamburg í Þýskalandi. Hann hefur skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum og sjö mörk í Bundesliga á tímabilinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner