Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. apríl 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Bjarni Viðars: Það eru allir brjálaðir
Juventus og AC Milan ætla í Ofurdeildina.
Juventus og AC Milan ætla í Ofurdeildina.
Mynd: Getty Images
„Þetta myndar óeiningu innnan fótboltaheimsins og innan Evrópu. Það eru allir brjálaðir," sagði Bjarni Þór Viðarsson í þættinum „Völlurinn" hjá Símanum í gær.

Þar var rætt um nýja Ofurdeild sem er í pípunum en óhætt er að segja að fótboltaaðdáendur hafi tekið illa í hugmyndir um deildina.

„Þessir eigendur eru að búa til peninga en maður veit ekki alveg hvernig þetta verður. Þetta er 20 liða Ofurdeild þar sem þú getur ekki fallið og þú ætlar að vera áfram í deildinni. Þá er mikið af leikjum í ensku úrvalsdeildinni og í deildum í Evrópu sem skipta ekki máli. Mér líst alls ekki vel á það," sagði Bjarni.

„Umræðan hefur verið þannig að allir eru á móti öllum og allt er brjálað. Maður veit ekki hvernig þetta verður."

„Jurgen Klopp var í ágætis viðtali eftir leik og vildi að menn myndu sína ró og fara yfir þetta. Það eru allir á móti öllum en maður þarf aðeins að sjá betur heildarmyndina."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner