Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís og Sveindís í liði umferðarinnar - „Besti leikmaðurinn?"
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tvær íslenskar landsliðskonur í liði umferðarinnar hjá Aftonbladet eftir fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Glódís Perla Viggósdóttir fer vel af stað á tímabilinu með Rosengård og hún er í hjarta varnarinnar í liðinu.

„Linköping var sterkari aðilinn á köflum en tókst ekki að skora. Einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar á stóran þátt í því þar sem hún stóð sína plikt í vörninni. Simonsson og Kanu, þið voruð ekki lélegar, Viggósdóttir var bara svona góð," segir í umsögn um Glódísi.

Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni og var á skotskónum þegar Kristianstad vann sigur á Eskilstuna. Sveindís er aðeins 19 ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

„Besti leikmaður umferðarinnar? Það hefur verið mikið 'hæp' í kringum hana og ef þið viljið skoða hvort það eigi rétt á sér, skoðið þá þennan leik. Jónsdóttir er sóknarmaður sem allir vilja vera og allir vilja hafa í sínu liði," segir í umsögn um Sveindísi sem er gríðarlega snögg og áræðin.

Frábær umferð hjá þessum tveimur en þetta var bara fyrsta umferðin af 22.
Athugasemdir
banner
banner