Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. apríl 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gosens um Ofurdeildina: Það er fólk að deyja um allan heim
Mynd: Getty Images
Robin Gosens, vængbakvörður Atalanta og þýska landsliðsins, hefur tjáð sig um tillögu að evrópskri Ofurdeild sem var lögð fram af tólf af stærstu knattspyrnufélögum Evrópu.

Þessi tillaga hefur fengið gríðarlega mikla gagnrýni, meðal annars frá Atalanta og Roma á Ítalíu en þrjú ítölsk félög eru meðal stofnfélaga. Juventus, Inter og AC Milan.

„Það er undirstöðuatriði í fótbolta að smærra liðið á alltaf möguleika á að sigra gegn stærra liðinu. Í Ofurdeildinni myndu félög eins og Arsenal og Tottenham taka þátt á hverju ári án þess að verðskulda það. Þetta fyrirkomulag myndi breyta knattspyrnuheiminum að eilífu," sagði Gosens við Kicker.

„Það er fólk að deyja um allan heim, það vantar pening í innviði samfélagsins en þessi tólf félög ætla að stofna sína eigin deild til að troða 100 eða 150 milljónum upp í rassgatið á sér. Er það siðferðislegt? Þetta er mjög sorglegt en í enda dagsins snýst þetta bara um peninga, peninga og peninga."

Atalanta er fullkomið dæmi um lítið félag sem hefur stækkað gífurlega mikið á undanförnum árum og vakið verðskuldaða athygli um alla Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner