Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 09:09
Magnús Már Einarsson
Perez um Ofurdeildina: Erum að bjarga fótboltanum
Florentino Perez
Florentino Perez
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að stofnun Ofurdeildarinnar komi til með að bjarga fótboltanum.

Fótboltaáhugamenn út um allan heim af mótmælt fyrirhugaðri Ofurdeild en Perez segir aftur á móti að hún sé eina rétta skrefið.

„Þegar það eru breytingar þá er alltaf fólk sem er á móti þeim. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á erfiðu augnabliki," sagði Perez í sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi.

„Áhorfið er að minnka og það þarf að gera eitthvað. Sjónvarpið þarf að breytast og við þurfum að aðlagast. Ungt fólk hefur ekki lengur áhuga á fótbolta. Af hverju ekki? Af því að það eru margir leikir sem eru með lítil gæði og fólk hefur ekki áhuga. Það eru til önnur áhugamál."

Í gær var kynnt nýtt fyrirkomulag fyrir Meistaradeildina sem á að byrja árið 2024 en Perez er ekki hrifinn af því.

„Ef við höldum áfram með Meistaradeildina verður áhuginn minni og minni þar til að þessu lýkur. Nýja fyrirkomulagið árið 2024 er fáránlegt. Við erum ölll dauð árið 2024," sagði Perez en hann segir að nýja Ofurdeildin muni rétta af fjárhag stóru félaganna.

„Samanlagt höfum við tapað fimm milljónum evra. Á tveimur tímabilum í Madrid höfum við tapað 400 milljónum evra."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner