Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. apríl 2021 14:30
Enski boltinn
Vill að Man Utd bæti við varnar, miðju og sóknarmanni
Mason Greenwood skoraði tvö um helgina.
Mason Greenwood skoraði tvö um helgina.
Mynd: Getty Images
Möguleg leikmannakaup Manchester United voru til umræðu í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær. Líklegt er að Ole Gunnar Solskjær styrki hópinn í sumar.

„Það er orðið gaman að horfa á liðið aftur. Það er orðið samkeppnihæft og með réttum kaupum í sumar getur þetta lið farið í titilbarátt Það vantar ýmislegt í þetta lið. Það vantar varnarmann, miðjumann og framherja, sérstaklega ef Cavani fer," sagði Orri Freyr Rúnarsson, stuðningsmaður United.

Mason Greenwood skoraði tvö mörk gegn Burnley í gær og Orri vonast til að hann geti eignað sér stöðu hægri kantmanns á Old Trafford.

„Þörfin á hægri kantmanni er ekki jafn mikil og hún var ef að Greenwood getur masterað þá stöðu betur. Síðan eru tveir mjög ungir og efnilegir leikmenn sem maður á eftir að sjá meira af. Amad Diall og Facundo Pellistri sem er í láni á Spáni. Það væri skrýtið að eyða 100 milljónum punda í tvítugan hægri kantmann ofan á þetta."

„Ég er sjálfur spenntastur fyrir Declan Rice núna. Hann gæti komið með meiri breidd inn á miðjuna og leyst þessa stöðu sem Fred og Nemanja Matic eru ekki alveg að valda."


Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild en hann er í boði Domino´s.
Enski boltinn - Óvæntur brottrekstur Mourinho og Ofurdeildin
Athugasemdir
banner
banner
banner