Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. apríl 2021 10:25
Elvar Geir Magnússon
Yfirlýsing Everton: Sex félög sem vanvirða önnur félög og stuðningsmenn
Ofurdeildin hefur mætt mikilli andstöðu.
Ofurdeildin hefur mætt mikilli andstöðu.
Mynd: Getty Images
Frá Amex leikvangi Brighton.
Frá Amex leikvangi Brighton.
Mynd: Getty Images
Í dag funda þau fjórtán félög ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki eru hluti af Ofurdeildinni um áform hinna sex félaganna.

Nokkur þeirra hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna Ofurdeildarinnar, þar á meðal er Everton.

„Everton er sorgmætt og vonsvikið vegna þessara áforma sex félaga um stofnun Ofurdeildar. Sex félaga sem hugsa alfarið um eigin hagsmuni. Sex félaga sem sverta orðspor deildarinnar og íþróttarinnar. Sex félaga sem velja að vanvirða öll önnur félög sem þau eru með í deild. Sex félaga sem taka stuðningsmönnum sem sjálfsögðum hlut og svíkja meirihluta þeirra," segir í yfirlýsingu Everton.

Tortíma draumum félaga
Manchester City, Manchester United, Chelsea, Liverpool, Tottenham og Arsenal eru hluti af tólf félögum Evrópu sem eru að vinna í að setja Ofurdeildina af stað.

Brighton hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu og þar segir meðal annars:

„Brighton & Hove Albion er algjörlega mótfallið stofnun Ofurdeildar því hún myndi tortíma draumum félaga á öllum stigum enska fótboltans. Þessar áætlanir eru það nýjasta í uggvænlegum tilraunum nokkurra félaga sem vinna í því að útrýma um 150 ára gamalli fótboltahefð og íþróttaþróun," segir í yfirlýsingu Brighton.


Athugasemdir
banner
banner
banner