Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 20. maí 2019 18:22
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið FH og Vals: Gary Martin enn úti í kuldanum
Þrjár breytingar hjá FH og ein hjá Val
Gary Martin er enn í skammarkróknum hjá Ólafi Jóhannessyni þjálfara Vals seem vill losna við hann frá félaginu. Hann er ekki í hóp í dag.
Gary Martin er enn í skammarkróknum hjá Ólafi Jóhannessyni þjálfara Vals seem vill losna við hann frá félaginu. Hann er ekki í hóp í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cedric D'ulivo byrjar hjá FH.
Cedric D'ulivo byrjar hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst viðureign FH og Vals í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikið verður á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. FH sem tapaði síðasta leik gegn ÍA er í 4. sæti deildarinnar með 7 stig og gæti jafnað Breiðablik í 2. sætinu að stigum með sigri í dag.

Valur sem vann sinn fyrsta sigur í sumar í síðasta leik gegn Fylki er í 9. sæti deildarinar með 4 stig. Sigur í dag myndi færa þá upp að hlið FH í töflunni.

Byrjunarliðin eru nú klár og þau má sjá hér að neðan. Hjá FH kemur Cedric D'ulavio inn í hægri bakvörðinn fyrir Pétur Viðarsson sem er í leikbanni og þá koma tveir Færeyingar inn, Jakub Thomsen í framlínuna fyrir Atla Guðnason og Brandur Olsen á miðjuna fyrir Þóri Jóhann Helgason.

Aðeins ein breyting er á liði Vals frá Fylkis leiknum. Ólafur Karl Finsen kemur inn í liðið í stað Lasse Petry sem meiddist í síðasta leik og er ekki með. Gary Martin er enn utan hóps hjá Val og fær ekki enn að æfa með liðinu.

Beinar textalýsingar:
19:15 KR - HK
19:15 FH - Valur
19:15 Grindavík - Fylkir

Byrjunarlið FH
2. Vignir Jóhannesson (m)
3. Cedric Stephane Alfred D´ulivo
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Björn Daníel Sverrisson
8. Kristinn Steindórsson
9. Jónatan Ingi Jónsson
16. Guðmundur Kristjánsson (f)
18. Jákup Thomsen
21. Guðmann Þórisson
22. Halldór Orri Björnsson
27. Brandur Olsen

Byrjunarlið Vals
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen

Beinar textalýsingar:
19:15 KR - HK
19:15 FH - Valur
19:15 Grindavík - Fylkir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner